Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 27. maí 2017 17:56
Magnús Már Einarsson
Túfa: Við köstum þessu sjálfir frá okkur
Túfa var svekktur eftir leik.
Túfa var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er mjög svekkjandi. Við stjórnuðum leiknum algjörlega. Sérstaklega í seinni hálfleik. Þegar var korter eftir er staðan 2-0 fyrir okkur og ekkert að gerast hjá Víkingunum. Það er mjög svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, við Fótbolta.net eftir 2-2 jafntefli við Víking í dag.

Smelltu hér til að lesa um leikinn

„Það voru 30 sekúndur eftir þegar þeir skora jöfnunarmarkið. við köstum þessu sjálfir frá okkur. Við eigum að gera betur í 2-0. Að fá rautt spjald og víti á mann sem er nýkominn inn á gerir þetta erfitt fyrir okkur."

Rauða spjaldið sem Túfa talar um var vendipunktur í leiknum en Bjarki Þór Viðarsson fékk rauða spjaldið á 76. mínútu fyrir að verja með hendi. Að auki var dæmd vítaspyrna sem Víkingur skoraði úr. Hvað fannst Túfa um dóminn?

„Ég var of langt frá til að sjá þetta sjálfur. Ég talaði við Bjarka eftir leikinn og boltinn fór fyrst í lærið á honum og svo í hendina. Það er hægt að dæma víti af því að boltinn var á leiðinni í markið en mér fannst aldrei vera rétt að gefa honum rautt spjald fyrir þetta. Hann vildi ekki verja með hendi en ég er ekki búinn að sjá þetta nógu vel."

KA er eftir jafnteflið með átta stig að loknum fimm umferðum í Pepsi-deildinni.

„Við töpuðum gegn Stjörnunni þar sem við vorum alls ekki lakari aðilinn. Í dag fannst mér við vera heilt yfir betri. Við lentum í basli í 10 mínútur í fyrri hálfleik en mér fannst við stjórna leiknum í 60-65 mínútur. Við lögum þetta og höldum áfram," sagði Túfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner