banner
   lau 27. maí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Wenger áfram með Arsenal - Moura til Man Utd?
Powerade
Wenger er sagður halda áfram með Arsenal.
Wenger er sagður halda áfram með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lucas Moura er orðaður við Manchester United.
Lucas Moura er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin á Englandi taka sér ekki frí um helgar. Hér er slúðurskammtur dagsins.



Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gerir nýjan tveggja ára samning við félagið sama hvernig bikarúrslitaleikurinn gegn Chelsea fer í dag. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, ætlar að gera nýjan samning sem færir honum 40 milljónir punda. Conte fær einnig góða upphæð í leikmannakaup. (Mirror)

Manchester City ætlar að fá Kyle Walker (26) frá Tottenham og Benjamin Mendy varnarmann Mónakó (22). (Independent)

Claudio Ranieri (65), fyrrum stjóri Leicester, gæti tekið við Leeds. (Daily Star)

Monk og Nigel Pearson hafa báðir áhuga á að taka við Middlesbrough. (Evening Gazette)

Guchuan Lai, eigandi WBA, hefur sagt Tony Pulis að hann fái met upphæð til að eyða í leikmenn í sumar. (Birmingham Mail)

Marco Silva, fráfarandi stjóri Hull, er í viðræðum við Watford. (Daily Telegraph)

Porto hefur ekki lengur áhuga á að ráða Silva. (Jornal de Noticias)

Pep Guardiola, stjói Manchester City, hefur gert menn reiða hjá sínu gamla féalgi Barcelona því hann ætlar að ná í þrjá leikmenn úr akademíu félagsins. (Sun)

Manchester United gæti reynt að fá Lucas Moura (24) frá PSG. Sir Alex Ferguson reyndi að semja við brasilíska kantmanninn árið 2012. (Sport Witness)

Antoine Griezmann (26) segist eiga óklárað verkefni hjá Atletico Madrid. Því er óvíst hvort hann fari til Manchester United. (Daily Mail)

Everton reiknar ekki með að kaupa kantmanninn Enner Valencia (27). Valencia var á láni frá West Ham á nýliðnu tímabili. (Liverpool Echo)

Dion Pereira, miðjumaður Watford, (18) er á óskalista West Ham og Newcastle. (London Evening Standard)

Grant Hanley (25), varnarmaður Newcastle, er á óskalista hjá nokkrum félögum í Championship. Derby er líklegasti áfangastaðurinn. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner