Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. maí 2017 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Getum keppt um Englandsmeistaratitilinn
Arsene Wenger var himinlifandi þegar hann hampaði bikarmeistaratitlinum í sjöunda sinn á ferlinum.
Arsene Wenger var himinlifandi þegar hann hampaði bikarmeistaratitlinum í sjöunda sinn á ferlinum.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er hæstánægður með sína menn sem lögðu Englandsmeistara Chelsea að velli í bikarúrslitaleiknum í dag.

Arsenal var betri aðilinn í leiknum og verðskuldaði að sigra 10 leikmenn Chelsea.

„Við stóðum okkur frábærlega frá fyrstu mínútu leiksins. Þetta er hópur sem hefur þurft að þjást mikið en í dag stóðu allir strákarnir saman og svöruðu fullum hálsi," sagði Wenger að leikslokum.

„Ég sagði í síðustu viku að þessi hópur getur keppt um Englandsmeistaratitilinn með einum eða tveimur góðum kaupum í sumar.

„Ég er stoltur að hafa unnið bikarinn sjö sinnum, þetta er það sem ég er stoltastur af fyrir utan að vinna deildina án þess að tapa leik."


Mikið hefur verið rætt um framtíð Arsene Wenger en hann segir sjálfur að hún verði ákveðin á næstu dögum.

„Á þriðjudaginn er stjórnarfundur þannig að framtíð mín mun skýrast í seinni hluta vikunnar."
Athugasemdir
banner