Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 13:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aðeins einn Spánverji á gulu spjaldi - Tíu Ítalir á hættusvæði
Ramos er á gulu spjaldi fyrir leik dagsins.
Ramos er á gulu spjaldi fyrir leik dagsins.
Mynd: Getty Images
Ítalía og Spánn mætast í fyrri leik dagsins í 16-liða úrslitunum á EM í knattspyrnu en leikurinn hefst klukkan 16:00

Athygli vekur að Spánverjar hafa verið talsvert prúðari inn á vellinum en ítalska liðið. Spænska liðið hefur einungis fengið eitt gult spjald í keppninni.

Sergio Ramos hefur fengið eina spjald Spánverja en hann fer í bann ef hann fær annað spjald.

Ítalir hafa verið talsvert duglegri í spjaldasöfnun því tíu leikmenn liðsins hafa nælt sér í gult spjald og fara í leikbann ef þeir fá spjald í kvöld og komast áfram í 8-liða úrslitin.

Það eru Simone Zaza, Thiago Motta, Éder, Leonardo Bonucci, Daniele De Rossi, Giorgio Chiellini, Andrea Barzagli, Lorenzo Insigne, Gianluigi Buffon og Salvatore Sirgiu sem eru á gulu spjaldi hjá Ítölum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner