Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júní 2016 17:35
Elvar Geir Magnússon
Nice
Byrjunarlið Englands gegn Íslandi: Sterling byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roy Hodgson tók sér göngutúr við ströndina í Nice í dag og velti fyrir sér hvernig byrjunarlið Englands ætti að vera gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM.

Raheem Sterling fær tækifæri í byrjunarliðinu en hann hefur verið mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum Englands á mótinu.

Enska pressan bjóst fyrst við því að Adam Lallana yrði í liðinu en annað hefur komið á daginn.

Hodgson gerir fjölda breytinga frá markalausa leiknum gegn Slóvakíu. Danny Rose og Kyle Walker eru bakverðir eftir að hafa verið hvíldir í Saint-Etienne.

Jamie Vardy er á bekknum en Harry Kane í fremstu víglínu með Sterling og Daniel Sturridge á vængjunum.

Fyrirliðinn Wayne Rooney heldur áfram að vera notaður sem sóknarmiðjumaður.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner