Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júní 2016 10:38
Þorsteinn Haukur Harðarson
Copa America: Sanchez valinn bestur - Bravo besti markmaðurinn
Mynd: Getty Images
Eins og fram hefur komið hafði Chile betur gegn Argentínu í úrslitaleik Copa America í nótt. Chile fékk ekki bara gullið á mótinu því liðið átti einnig besta leikmann og besta markmann mótsins.

Alexis Sanchez, sem spilar með Arsenal á Englandi, var valinn besti leikmaður mótsins en auk þess að skora þrjú mörk á mótinu átti hann fjórar stoðsendingar. Hann spilaði vel í úrslitaleiknum áður en hann var tekinn af velli vegna meiðsla.

Þá var liðsfélagi hans, Claudio Bravo, valinn besti markvörður mótsins. Hann var frábær í úrslitaleiknum í nótt og varði meðal annars stórglæsilega frá Aguero í leiknum auk þess sem hann varði eina vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni.
Athugasemdir
banner
banner