Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. júní 2016 19:00
Arnar Geir Halldórsson
Del Bosque: Þetta var þeirra dagur
Úr leik
Úr leik
Mynd: Getty Images
Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, var svekktur eftir að hafa séð lið sitt falla úr leik eftir 2-0 tap gegn Ítölum.

Hann segir Ítali hafa átt sigurinn skilið og hrósaði þeim fyrir leikskipulag sitt.

„Við verðum að taka þessum úrslitum og líta til framtíðar. Ítalir eru öflugir og mjög líkamlega sterkir. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir vildu gera og þeim tókst að gera það vel,"

„Við vorum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik gerðum við betur og reyndum allt hvað við gátum að jafna en það tókst ekki."
segir Del Bosque.

Spánverjar hafa verið afar sigursælir undir stjórn Del Bosque en þessi 65 ára gamli reynslubolti útilokar ekki að halda áfram með spænska landsliðið.

„Þetta særir okkur að sjálfsögðu mikið. Á síðastliðnum átta árum höfum við náð miklum árangri en þetta var þeirra dagur. Ég mun ræða við knattspyrnusambandið á næstu dögum en ég hef ekki tekið neina ákvörðun um framtíð mína," segir Del Bosque.



Athugasemdir
banner
banner
banner