Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 14:46
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ekkert lið minna með boltann en Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á Evrópumótinu í knattspyrnu hefur íslenska liðið verið með boltann minnst allra liða í mótinu. Mótherjar dagsins, Englendingar, eru hinsvegar á meðal þeirra liða sem hafa verið hvað mest með boltann.

Mikið hefur verið talað um að íslenska liðinu gangi erfiðlega að halda boltanum og tölfræðin á heimasíðu UEFA staðfestir að ekkert lið er minna með boltann.

Ísland hefur verið með boltann um 35% í fyrstu þremur leikjunum en liðið hefur átt 481 heppnaða sendingu í þessum þremur leikjum. Hlutfall heppnaðra sendinga er 72%

Til samanburðar hafa Englendingar verið með boltann 58% í sínum leikjum. Heppnaðar sendingar eru 1316 talsins sem gerir um 89% hlutfall sendinga.

Búast má við því að England verði töluvert meira með boltann í kvöld en liðinu hefur gengið illa að brjóta varnir andstæðinga sinna á bak aftur í keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner