mán 27. júní 2016 21:47
Magnús Már Einarsson
Enska sambandið: Óskum Íslandi góðs gengis gegn Frökkum
Icelandair
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að Roy Hodgson hafi sagt af sér eftir tapið gegn Íslandi í kvöld.

Enska knattspyrnusambandið segist samþykkja þá ákvörðun Roy að segja af sér.

Sambandið óskar einnig Íslandi góðs gengis í leiknum gegn Frökkum á sunnudag.

Yfirlýsing frá enska knattspyrnusambandinu
Eins og öll þjóðin þá erum við svekkt með að ljúka keppni á EM 2016 snemma eftir úrslit kvöldsins. Við höfðum miklar voir og væntingar um að komast lengra í keppninni og erum sammála um að við höfum ekki náð að standast væntingar okkar og þjóðarinnar.

Við styðjum þá ákvörðun Roy Hodgson að segja af sér og ræðum næstu skref strax.

Núna viljum við óska Íslandi til hamingju með sætið í 8-liða úrslitum og óskum þeim góðs gengis gegn Frakklandi um helgina.

Að lokum viljum við þakka stuðningsmönnum sem ferðuðust á leikina innilega fyrir ótrúlegan stuðning og við viljum líka þakka fólkinu heima fyrir að styðja við bakið á liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner