mán 27. júní 2016 10:20
Magnús Már Einarsson
Evra: Hættið að gera ráð fyrir að England vinni Ísland
Icelandair
Mynd: Getty Images
Patrice Evra, vinstri bakvörður Frakka, varð pirraður í viðtali við ensku sjónvarpsstöðina ITV í gær eftir sigur Frakka á Írum.

Sigurvegarinn úr leik Englands og Íslands mætir Frökkum í 8-liða úrslitunum á EM á sunnudag.

Þáttastjórnendur á ITV sögðu í gær að Frakkar myndu líklega mæta Englandi í 8-liða úrslitunum.

Þegar Sam Matterface, sagði við Evra í viðtalinu, að Englendingar bíði líklega í næstu umferð þá svaraði bakvörðurinn fyrir sig.

„Það yrði erfiður leikur en þið ættu að hætta að segja að þetta verði England," sagði Evra.

„Bíðið bara, þeir eiga eftir að spila við Ísland og allir leikir eru erfiðir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner