Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 27. júní 2016 14:44
Magnús Már Einarsson
Nice
Guðni Th.: Hefði farið í treyju af sex ára
Icelandair
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Guðni Th. Jóhannesson glaðbeittur í Nice í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjörinn foreti Íslands, er mættur til Nice til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitunum á EM í kvöld.

„Mín er ánægjan og heiðurinn að vera hérna. Ég er mikill íþróttaáhugamaður," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag en hann er brattur fyrir leikinn.

„Ef við höldum jöfnu fram yfir hálfleik þá fara þeir á taugum. Við finnum sjálfstraustið sem býr í okkur. Þeir vita að ef þeir tapa þá er ferill þeirra nánast úti. Það skiptir engu máli fyrir okkur, það er engin pressa á okkur," sagði Guðni sem spáir sigri.

„Ég spái 1-0 fyrir okkur. Eiður Smári kemur inn á og setur hann eftir hornspyrnu frá Gylfa. Þá verður allt vitlaust."

Fór ekki úr líkamanum eins og Gummi Ben
Meðfram kosningabaráttu sinni hefur Guðni náð að fylgjast með landsliði Íslands á EM. Hann fagnaði sigurmarkinu gegn Austurríki eins og öll þjóðin.

„Ég segi ekki að ég hafi farið út úr líkamanum eins og Gummi Ben en það var nánast þannig. Ég horfði á leikinn á góðum stað með gömlum bekkjarfélögum. Það var ógleymanlegt að finna hvernig við stöndum öll saman á stundum eins og þessum. Fyrir utan völlinn greinir okkur stundum á en þetta er vettvangurinn til að finna að við erum í sama liði. Við erum öll Íslendingar."

Gleymdi treyjunni sinni heima
Guðni er mættur í íslensku landsliðstreyjunni og hann ætlar að sjálfsögðu vera í henni í stúkunni í kvöld. Hann gleymd treyjunni heima hjá sér en tókst að útvega annarri í tæka tíð.

„Við pökkuðum í gærkvöldi og gripum treyjurnar með. Ég á fjögur börn og tvö þeirra eiga landsliðstreyju. Við pökkuðum treyju eldri stráksins og ég hélt að ég hefði tekið mína með. Þegar ég vaknað í morgun þá var ég með treyju sex ára stráksins. Þessari treyju var síðan reddað á síðustu stundu."

Guðni hefði troðið sér í treyjuna af syninum ef ekki hefði tekist að fá nýja treyju. „Ég hefði gert það fyrir liðið, fyrir land og þjóð," sagði Guðni léttur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner