Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. júní 2016 15:32
Magnús Már Einarsson
Hávaðakeppni í stúkunni 48 mínútum fyrir leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hávaðakeppni verður á milli íslenskra og enska stuðningsmanna í stúkunni fyrir leikinn í 16-liða úrslitum í kvöld.

Keppnin fer fram 48 mínútum fyrir leik eða klukkan 18:12 að íslenskum tíma.

Þá munu íslensku stuðningsmennirnir taka „The Viking Roar" sem hefur vakið mikla athygli í keppninni.

Skilaboð frá Joey Drummer í Tólfunni
Kæru Íslendingar í Nice !
Fyrir leik á eftir mun fara fram hávaðamælingarkeppni á milli okkar og Bretana eins og fyrir alla leiki í þessari keppni.
Við munum fara í loftið á slaginu 20:12 og að ósk Palla vallarþuls munum við taka The Viking Roar (Boom Boom Húh!) en þar sem við höfum bara 45 sek í mælinguna tökum við það þar aðeins hraðar en vanalega.
Verið klár í þetta og rústum þessum Tjöllum í stúkunni !
Tólfan kemur & Áfram Ísland !!!

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner