Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 14:59
Elvar Geir Magnússon
Nice
Iceland elskar Ísland... og England
Icelandair
Skilti við verslunina í Leicester breytt.
Skilti við verslunina í Leicester breytt.
Mynd: Twitter
Matvöruverslanir Iceland hafa notað þátttöku Íslands á EM í markaðssetningu og haldið með landsliði okkar á mótinu.

Iceland verslanirnar njóta mikilla vinsælda á Englandi og ákvað verslunarstjóri í Leicester að koma í veg fyrir að leiðindi myndu skapast vegna viðureignar Íslands og Englands í kvöld.

„Við elskum England en við elskum Ísland að sjálfsögðu líka. Til að heiðra bæði heimaland okkar og nafna okkar hefur nafninu á búðinni verið breytt tímabundið," segir verslunarstjórinn.

Búðin heitir núna „England eða Ísland".

„Það er engin tilviljun að við gerum þetta í Leicester, borg sem er þekkt fyrir óvænta hluti í fótboltanum."

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner