Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 17:55
Þorsteinn Haukur Harðarson
EM: Ítalir áfram í 8-liða úrslitin en Spánn á heimleið
Chiellinni skoraði fyrra mark Ítalíu í dag.
Chiellinni skoraði fyrra mark Ítalíu í dag.
Mynd: Getty Images
Ítalía 2-0 Spánn:
1-0 Giorgio Chiellini (´33)
2-0 Graziano Pelle (´90)

Evrópumeistarar Spánar eru úr leik á EM í ár eftir tap gegn Ítalíu í 16-liða úrslitunum í dag.

Ítalir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og áttu nokkur fín færi. David De Gea hafði nóg að gera í marki Spánverja og bjargaði oft vel.

Hann náði hinsvegar ekki að koma í veg fyrir að ítalska liðið næði forystunni eftir rúmlega hálftíma leik. Éder tók þá aukaspyrnu fyrir utan teig sem De Gea varði en varnarmaðurinn Giorgio Chiellini náði frákastinu og kom Ítalíu yfir. Staðan í hálfleik var 1-0.

Bæði lið fengu færi til þess að skora í seinni hálfleiknum en ítalska liðið var heilt yfir sterkara í leiknum. Ítalir uppskáru svo annað mark undir lokin þegar Graziano Pelle skoraði og tryggði Ítölum sigurinn.

Ítalía fer því í 8-liða úrslitin og mætir þar Þýskalandi.

Spánverjar, sem eru ríkjandi meistarar, eru hinsvegar á heimleið.

Hér að neðan má sjá mörkin.






Athugasemdir
banner
banner
banner