Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 11:16
Þorsteinn Haukur Harðarson
Joey Barton er ekki hrifinn af Sterling - Klaufalegur og ónákvæmur
Mynd: Getty Images
Vélbyssukjafturinn og knattspyrnumaðurinn Joey Barton er ekki beinlínis hrifinn af Raheem Sterling miðað við pistil sem hann skrifaði í franska blaðið L´Equipe sem birtist í morgun.

Þar talar Barton um takmarkaða hæfileika Sterling og dregur hreinlega í efa að hann væri atvinnumaður ef ekki væri fyrir hraða hans.

„Sterling hefur verið slakur undanfarin tvö ár. Hann hefur verið illa þjálfaður og ef þú horfir framhjá hjá hraðanum sem hann hefur upp á að bjóða þá er hann veikur fyrir og hefur takmarkaða tæknilega getu," Segir Barton og bætir við. 

„Í lykilsendingum er hann ónákvæmur og klaufalegur. Ef hann væri ekki svona fljótur væri hann ekki atvinnumaður. Að hugsa sér að hann kosti 50 milljónir punda!"

Þá segir hann jafnframt að England skorti betri leikmenn.,,Hann er byrjunarliðsmaður hjá Englandi og það segir ýmislegt um möguleika okkar fram á við. Ég vil samt ekki afskrifa hann alveg þar sem hann er enn ungur."

Búist er við því að að Raheem Sterling verði í byrjunarliði Englands gegn Íslandi í 16 liða úrslitum EM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner