mán 27. júní 2016 22:44
Magnús Már Einarsson
Nice
Klara Bjartmarz: Vonandi verða fleiri miðar í sölu
Icelandair
Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að hún vonist til þess að fleiri miðar verði í sölu fyrir fótboltaáhugamenn þegar Ísland mætir Frakklandi í 8 liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á Stade de France á laugardaginn.

Aðeins rúmlega 3000 Íslendingar voru á Stade de Nice í kvöld og sáu Ísland vinna frækinn 2-1 sigur á Englendingum og slá þá þar með úr leik í mótinu.

„Ég veit ekki betur en þetta verði eins og síðast, en vonandi verða fleiri miðar í sölu þegar fyrstur kemur fyrstur fær fyrirkomulagið hefst," sagði Klara við Fótbolta.net í kvöld.

„Ég veit ekki hvort við náum að koma fleiri stuðningsmönnum okkar á leikinn en það er ekki magn sem skiptir máli heldur gæði. Fólkið hérna var alveg frábært þó það hafi ekki verið jafnmargir og síðast," hélt Klara áfram.

Stade de France í París er miklu stærri leikvangur en hann tekur 81.338 í sæti á meðan völlurinn hér í Nice tekur 35.624.

„Ég geri mér ekki grein fyrir hvað við fáum af miðum en ég ábyggilega selt 10 þúsund miða í kvöld miðað við hvernig síminn minn lætur. Það væri ekkert mál," sagði Klara að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner