Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. júní 2016 23:14
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn: Ætlum okkur í undanúrslitin
Icelandair
Kolbeinn skoraði sigurmark Íslands.
Kolbeinn skoraði sigurmark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er draumi líkast og ég er hrikalega ánægður með hvernig við komum til baka í þessum leik," sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir sigurinn sögulega gegn Englandi í Nice.

„Við skoruðum strax eftir að þeir skoruðu og komumst svo yfir sem var stórkostlegt. Við vorum bara betra liðið í leiknum og þeir áttu engin svör við varnarleiknum. Við fengum færi til að bæta við í endann."

„Ég fann á þeim í fyrri hálfleik að þeir áttu engin svör. Líkamstjáningin í seinni hálfleik var svo þannig að það var eins og þeir væru búnir að tapa þessu. Það er bara fáranlegt."

„Stuðningurinn sem við höfum fengið frá allri þjóðinni er frábær. Hann er að gefa okkur heilmikið. Við spilum með hjartanu fyrir þjóðina. Ég held að þjóðin sjái það og er með okkur í þessu. Það er frábært að geta glatt þjóðina. Nú er bara að fara til Parísar og vinna Frakkana."

Markið hjá Kolbeini kom úr hans fyrsta skoti á markið á mótinu.

„Það er frábært fyrir mig að hafa skorað þarna. Ef ég á að svara heiðarlega hélt ég að hann (Joe Hart) myndi taka þetta. Augnablikið þar sem ég sá boltann inni var ólýsanlegt."

„Það verður gaman að mæta heimaþjóðinni en við förum í þann leik til að vinna hann. Við höfum trú á okkur, hvað þá eftir þennan sigur. Við ætlum að koma okkur í undanúrslitin. Það er bara þannig," sagði Kolbeinn.
Athugasemdir
banner
banner