Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 27. júní 2016 10:57
Magnús Már Einarsson
Man Utd að kaupa Mkhitaryan
Henrik Mkhitaryan.
Henrik Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Manchester United er nálægt því að ganga frá kaupum á Henrik Mkhitaryan, leikmanni Borussia Dortmund.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð upp á 26,3 milljónir punda samkvæmt frétt Sky í dag.

Hinn 27 ára gamli Mkhitaryan hefur sjálfur náð samkomulagi við United og mun fara í læknisskoðun í vikunni.

Mkhitaryan er frá Armeníu en hann skoraði 18 mörk og lagði upp 25 á síðasta tímabili með Dortmund.

Mkhitaryan hefur spilað með Dortmund frá því árið 2013 en þá hafði þýska liðið betur gegn Liverpool í baráttu um leikmanninn.

Jose Mourinho er að vinna í að styrkja hópinn hjá Manchester United fyrir næsta tímabil en hann keypti varnarmanninn Eric Bailly frá Villarreal á dögunum og þá er Zlatan Ibrahimovic einnig á leiðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner