banner
   mán 27. júní 2016 23:44
Magnús Már Einarsson
Miðasala á Frakkland-Ísland hefst klukkan 12 á morgun
Röðin hefst klukkan 11:45
Icelandair
Úr stúkunni í Nice í kvöld.
Úr stúkunni í Nice í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðasala á leik Íslands og Frakklands í 8-liða úrslitum á EM hefst klukkan 12:00 á morgun að íslenskum tíma. Röðin í miðasöluna hefst klukkan 11:45.

Miðasalan fer fram á vef UEFA

Leikurinn fer fram á Stade de France í París en hann tekur 81.338 áhorfendur í sæti.

Vonir standa til að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða á leikinn heldur en í Nice í kvöld en þá komust mun færri að en vildu. Sá leikvangur tekur rúmlega 35 þúsund áhorfendur í sæti.

„Ég veit ekki betur en þetta verði eins og síðast, en vonandi verða fleiri miðar í sölu þegar fyrstur kemur fyrstur fær fyrirkomulagið hefst," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í kvöld.

„Ég veit ekki hvort við náum að koma fleiri stuðningsmönnum okkar á leikinn en það er ekki magn sem skiptir máli heldur gæði. Fólkið hérna var alveg frábært þó það hafi ekki verið jafnmargir og síðast," hélt Klara áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner