Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2016 13:03
Þorsteinn Haukur Harðarson
Mynd: Tíu ár síðan England vann seinast í útsláttarkeppni - Rooney sá eini sem spilaði
Seinasta lið Englands til að vinna leik í útsláttarkeppni.
Seinasta lið Englands til að vinna leik í útsláttarkeppni.
Mynd: Twitter
Á laugardaginn var liðinn áratugur síðan England vann seinast leik í útsliáttarkeppni á stórmóti. Það gerðist á HM árið 2006.

Þá vann liðið 1-0 sigur gegn Ekvadór í 16-liða úrslitum HM en liðið tapaði síðan gegn Portúgal í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni. 

Englandi mistókst svo að komast á EM árið 2008 og á HM 2010 datt liðið út í 16-liða úrslitum gegn Þýskalandi. Englandi datt úr keppni á EM 2012 eftir vítakeppni gegn Ítalíu í 8-liða úrslitunum og á HM fyrir tveimur árum mistókst liðinu að komast upp úr riðlinum.

Í liðinu sem spilaði leikinn gegn Ekvador fyrir tíu árum síðar er Wayne Rooney sá eini sem spilar enn með liðinu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner