Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 27. júní 2016 14:29
Magnús Már Einarsson
Nice
Ólafur Ragnar: Samfelld gleðiveisla fyrir alla Íslendinga
Icelandair
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Ólafur Ragnar Grísmson í Nice í dag ásamt nýjum forseta Guðna Th. Jóhannessyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er einstök ánægja og mikil gleði að verða vitni af þessum mikla árangri," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi Forseti Íslands, í viðtali við Fótbolta.net í Nice í dag.

Ólafur Ragnar er mættur til Frakklands til að fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í kvöld.

„Hvernig sem leikurinn fer í kvöld þá hefur þetta verið einstök sigurganga sem hefur nú þegar verið skráð í sögubækur, ekki bara í íslenskum fótbolta og íslensku íþróttalífi, heldur líka lýðveldisins." sagði Ólafur sem hefur fylgst vel með mótinu.

„Ég og Dorrit vorum á fyrsta leiknum og það var ótrúleg upplifun. Það var skemmtilegt að verða vitni að því. Þetta augnablik þegar við skoruðum sigurmarkið í þriðja leiknum er ein af þessum stundum sem aldrei gleymast."

Ólafur Ragnar bíður spenntur eftir leiknum í kvöld en hann segir að Íslendingar megi ekki vera of kröfuharðir fyrir leik.

„Ég er bæði bjartsýnn og glaður. Hvernig svo sem leikurinn fer þá verður þetta samfelld gleðiveisla fyrir mig og alla Íslendinga. Við megum ekki vera of kröfuhörð. Ég hef hitt einstaka menn hér síðan ég kom í morgun og þeir spyrja mig hvort ég ætli ekki að koma út á úrslitaleikinn. Við megum ekki detta í þessa gryfju."

„Við megum ekki láta jafnvel tap í kvöld, skemma fyrir okkur. Ef það verður sigur þá verður gleðin svo mikil og stór að það munu ekki orð ná yfir það,"
sagði Ólafur.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner