Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júní 2016 23:03
Magnús Már Einarsson
Nice
Raggi um hjólhestaspyrnuna: Beið eftir öskrunum
Icelandair
Ragnar tekur hjólhestaspyrnuna í leiknum.
Ragnar tekur hjólhestaspyrnuna í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Shitturinn..." sagði Ragnar Sigurðsson varnaramaður Íslands aðspurður um hjólhestaspyrnuna sem hann tók á enska markið í 2-1 sigrinum á Englendingum í Nice í kvöld en því miður varði Joe Hart markvörður Englendinga spyrnuna.

„Kolli fer upp í skallaeinvígi þarna og boltinn fer lauslega upp í loftið. Það var ekkert mál að tímasetja það og það eina sem ég hugsaði var að ná honum niður þannig að hann færi ekki yfir. Ég hitti hann fullkomlega og beið bara eftir öskrunum," sagði Ragnar sem var vonsvikinn með að skora ekki.

„Þetta átti skilið að fara inn, hann ver þetta ekki, hann fær þetta bara í sig. Það var svolítið leiðinlegt, ég var að bíða eftir öskrunum og geðveikinni og svo gerist það ekki."

„Svo stend ég upp og lít á Kára og hann er með fáránlegasta svip sem ég hef séð. Hann var í sjokki að þetta hafi ekki farið inn. Það var mjög leiðinlegt að þetta hafi ekki farið inn því núna mun þetta gleymast."

Athugasemdir
banner
banner
banner