Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júní 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Rodgers vill fá Kolo Toure til Celtic
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers tók nýverið við stjórnartaumunum hjá skoska stórveldinu Celtic og er hann byrjaður að skoða leikmannamarkaðinn.

Gamla brýnið Kolo Toure er ofarlega á óskalistanum samkvæmt enskum fjölmiðlum en Toure og Rodgers þekkjast vel eftir að hafa unnið saman hjá Liverpool.

Hinn 35 ára gamli Toure lék 25 leiki fyrir Liverpool á síðustu leiktíð en fékk ekki nýjan samning og er því án félags sem stendur.

Toure á langan feril að baki í ensku úrvalsdeildinni en hann kom í deildina árið 2002 og lék með Arsenal og Man City áður en hann gekk í raðir Liverpool árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner