Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mán 27. júní 2016 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Sjáðu markið: Dagný kom Portland til bjargar
Dagný Brynjarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var í eldlínunni með liði sínu, Portland Thorns, í bandarísku úrvalsdeildinni í nótt.

Dagný hóf leik á varamannabekk Portland þegar liðið var í heimsókn hjá Orlando Pride. Heimakonur komust yfir eftir rúmlega klukkutíma leik og stefndi allt í óvæntan sigur.

Þá kom Dagný inn af bekknum og var fljót að jafna metin með marki sem sjá má hér fyrir neðan. Portland hélt áfram að þjarma að heimakonum og náðu inn sigurmarki í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 fyrir Dagný og stöllum hennar.

Þær styrktu þar með stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem Portland hefur 23 stig eftir 11 umferðir og hefur Dagný skorað þrjú mörk það sem af er móti.



Athugasemdir
banner
banner
banner