Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. júní 2016 10:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
Sjö leikmenn Íslands á hættusvæði fyrir leikinn í kvöld
Hannes fékk gult fyrir að tefja gegn Austurríki.
Hannes fékk gult fyrir að tefja gegn Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö leikmenn íslenska landsliðsins eru á gulu spjaldi fyrir leikinn gegn Englendingum í kvöld og fara því í leikbann ef þeir fá annað gult spjald í kvöld.

Reglurnar á EM eru þannig að tvö gul spjöld jafngilda leikbanni eins og Alfreð Finnbogason fékk að kynnast hann hann var í leikbanni í leiknum gegn Austurríki eftir gul spjöld gegn Portúgal og Ungverjalandi.

Þeir sem eru með gult spjald á bakinu fyrir leikinn í kvöld eru Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason, Hannes Halldórsson, Ari Freyr Skúlason, Birkir Már Sævarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason.

Vinni Ísland leikinn gegn Englandi í kvöld verða þessir leikmenn í banni fái þeir gult spjald í kvöld.

Hjá Englendingum eru aðeins tveir leikmenn á hættusvæði en það eru Gary Cahill og Ryan Bertrand.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner