Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 27. júní 2016 14:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Sonur Wayne Rooney í treyju merktri Vardy
Sonurinn vildi ekki treyju merkta Rooney.
Sonurinn vildi ekki treyju merkta Rooney.
Mynd: Getty Images
Kai Rooney, sonur Wayne Rooney, spókaði sig um á ströndinni í Nice í dag en eins og flestir vita mun pabbi hans standa í ströngu með enska landsliðinu gegn því íslenska í kvöld.

Kai var að sjálfsögðu klæddur í treyju enska landsliðsins en athygli vakti að treyjan var ekki merkt Wayne Rooney.

Í stað þess var Rooney yngri í treyju númer níu sem merkt var framherjanum Jamie Vardy.

Sögusagnir hafa verið í gangi þess efnis að það andi köldu milli Rooney og Vardy en miðað við þetta er útlit fyrir að þær sögusagnir séu uppspuni frá rótum.

Rooney var einmitt spurður út í meint ósætti á blaðamannafundi í gær en Roy Hodgson, þjálfari Englands, greip orðið og bannaði honum að svara.

Sjá einnig: Hodgson ráðlagði Rooney að svara ekki spurningu.
Athugasemdir
banner