banner
   mán 27. júní 2016 09:28
Magnús Már Einarsson
Sterling byrjar gegn Íslandi á kostnað Lallana
Icelandair
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, verði í byrjunarliði Englands gegn Íslandi í kvöld á kostnað Adam Lallana.

Sterling hefur alls ekki náð sér á strik á EM en honum var til að mynda skipt af velli í hálfleik gegn Wales í riðlakeppninni.

Í gær töldu flestir enskir fjölmiðlar að Adam Lallana, Harry Kane og Daniel Sturridge myndu byrja saman í fremstu víglínu.

Nýjustu fréttir segja hins vegar að Sterling byrji á vinstri kantinum og Lallana verði á bekknum.

Að öðru leyti er búist við að enska liðið verði eins og Fótbolti.net spáði í gær.

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Englands gegn Íslandi (Frá því í gær)
Athugasemdir
banner
banner