mán 27. júní 2016 09:23
Þorsteinn Haukur Harðarson
„Tap gegn Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu Englands"
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, fyrrum framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, segir í pistli sínum í The Sun að tap gegn Íslandi í kvöld yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins.

Flestir eru á því að England hafi verið ansi heppið að mæta Íslandi í 16 liða úrslitunum. 

„Að spila fyrir landsliðið á að lyfta mönnum upp á hærra plan og þeir eiga að njóta þess," segir Shearer um samlanda sína og bætir við.

„Leikmennirnir vita að tap í kvöld gegn Íslandi yrði það vandræðalegasta í sögu enska landsliðsins. Það er óhugsandi."

Þá segir hann að enska landsliðið hafi ollið miklum vonbrigðum undanfarin ár og nú sé kominn tími til að standa sig á stóra sviðinu. 

„Vonbrigðin af seinasta heimsmeistaramóti eru okkur minnistæð en nú er kominn tími til að þurrka það úr minninu. Enn eina ferðina er fullt af stuðningsmönnum Englands að elta liðið á stórmót og nú þarf að gefa þeim eitthvað til að fagna yfir."
Athugasemdir
banner
banner
banner