þri 27. júní 2017 09:00
Fótbolti.net
Hófið - Illa farið með færin í EKKI liðinu
Uppgjör 9. umferðar
Hákon Ívar átti erfiða vakt!
Hákon Ívar átti erfiða vakt!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðstoðardómarinn í Eyjum var í eldlínunni!
Aðstoðardómarinn í Eyjum var í eldlínunni!
Mynd: Raggi Óla
Sigurður Kristján Nikulásson var steggjaður í hálfleik í leik Stjörnunnar og ÍA þar sem hann var með skemmtiatriði.
Sigurður Kristján Nikulásson var steggjaður í hálfleik í leik Stjörnunnar og ÍA þar sem hann var með skemmtiatriði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hefð fyrir því hér á Fótbolta.net að halda lokahóf eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla. Þér er að sjálfsögðu boðið.

Þeir sem brosa mest eftir umferðina: FH-ingar unnu ólýsanlega mikilvægan sigur á ÍBV. Alls engin flugeldasýning frá Íslandsmeisturunum sem voru hægir og daprir á löngum köflum en náðu þremur stigum. Á sama tíma voru Valur, Stjarnan og Grindavík að gera jafntefli í sínum leikjum. FH-ingar eru enn með!

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: KR-ingar unnu 3-2 sigur gegn KA á Akureyri í leik þar sem heimamenn hefðu átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma til að jafna metin en dómarateymið brást.

Ekki lið umferðarinnar:
Bulatovic og Trninic voru ekki líkir sjálfum sér gegn KR og virkuðu væskilslegir. Kristinn Ingi Halldórsson heldur áfram að fara illa með færin fyrir Val. Hann er enn ekki kominn á blað í deildinni. Klúðraði færum í 1-1 jafntefli gegn Fjölni


Speglun umferðarinnar: Stjarnan byrjaði leikinn gegn ÍA á því að yfirspila mótherja sína svo þeir gulu sáu ekki til sólar. Stjarnan lék 3-4-3 en þegar Gulli Jóns breytti taktík sinna manna í ÍA og speglaði kerfið lokuðust götin.

Tún umferðarinnar: Fjölnismenn slepptu því að slá grasið á Extra-vellinum fyrir heimsókn Valsmanna. Þá var völlurinn ekki heldur vökvaður fyrir leik. Valsmenn voru ekkert sérstaklega ánægðir með þetta enda áttu þeir erfitt með að ná upp hröðu spili í leiknum.

Mark eða ekki mark umferðarinnar: Sigurmark Lennon gegn ÍBV. Enginn hefur hugmynd um hvort boltinn hafi farið inn eða ekki, nema aðstoðardómarinn sem flaggaði mark.

Yfirvegun umferðarinnar: Túfa þjálfari KA. sama hvernig gengur er hann alltaf rólegur í viðtölum og ekkert að væla.

Miðasala umferðarinnar: Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrum borgarstjóri og alþingiskona, stóð vaktina í miðasölunni á Víkingsvelli í gær. Ný verkefni eftir að stjórnmálaferlinum lauk.

Nýtt einkunnakerfi: Logi Ólafsson er taplaus sem þjálfari Víkings R. og á miklu skriði. Eftir leikinn gegn Stjörnunni gaf hann Víkingi 9 í einkunn og eftir jafntefli gegn FH var það 8. Í gær var nýtt einkunnakerfi eftir sigurinn á Víkingi Ólafsvík. „Það er búið að breyta einkunnarskala menntamálaráðuneytisins. Nú er gefið í bókstöfum. Þetta er A+," sagði Logi léttur eftir leikinn í gær.

Erfið vakt umferðarinnar: Hákon Ívar Ólafsson í Grindavík fékk pungspark og blóðnasir í sama árekstrinum og var sárkvalinn snemma leiks í Kópavogi. Svo þurfti hann að fara út af á 27. mínútu eftir tæklingu.

Heiðursverðlaun umferðarinnar:


Dómari umferðarinnar: Ívar Orri Kristjánsson fék 8,5 í einkunn fyrir dómgæsluna í leik Breiðabliks og Grindavíkur.

Þið eigið lokaorðið #fotboltinet

Athugasemdir
banner
banner