Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júní 2017 09:15
Mist Rúnarsdóttir
Heimild: Heimasíða Barcelona 
Bussaglia til Barcelona
Bussaglia leikur með Barcelona á næsta tímabili. Hér má sjá hana (lengst til hægri og númer 15) með franska landsliðinu á Laugardalsvelli haustið 2010. Frakkland vann þá Ísland með einu marki í undankeppni HM.
Bussaglia leikur með Barcelona á næsta tímabili. Hér má sjá hana (lengst til hægri og númer 15) með franska landsliðinu á Laugardalsvelli haustið 2010. Frakkland vann þá Ísland með einu marki í undankeppni HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barcelona fékk góðan liðsstyrk á dögunum þegar franska landsliðskonan Élise Bussaglia, gekk til liðs við Börsunga. Bussaglia, sem er 31 árs miðjumaður, hefur lengi verið á meðal bestu knattspyrnukvenna í Evrópu og á að baki glæsilegan feril.

Hún var síðast á mála hjá þýska stórliðinu Wolfsburg og var því liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Þar áður lék hún meðal annars með Lyon og Paris Saint-Germain.

Þá er hún ein reyndasta landsliðskona Frakklands en hún á að baki 170 landsleiki og 28 landsliðsmörk og verður í leikmannahópi Frakklands sem mætir Íslandi á Evrópumótinu í júlí.

Bussaglia er ánægð með vistaskiptin til Barcelona en í samtali við heimasíðu félagsins sagði knattspyrnukonan reynslumikla:

„Ég þekki sögu Barcelona mjög vel. Þetta er frábær klúbbur og mjög sigursæll, sérstaklega karlaliðið. Félagið hefur verið að þróa kvennaliðið í nokkur ár og ég er ánægð með að fá að taka þátt í því ævintýri.”

„Ég horfði á liðið spila í undanúrslitum meistaradeilarinnar gegn PSG. Það voru frábærir leikir. Mér líka leikstíll Barcelona og vona að við getum haldið áfram á sömu braut á næsta tímabili.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner