Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júní 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Castillion snýr aftur í lið Víkings á næstunni
Castillion fer að koma aftur á völlinn.
Castillion fer að koma aftur á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion snýr aftur í lið Víkings R. á næstunni eftir tveggja mánaða fjarveru.

Castillion meiddist illa á hné í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í vor og hefur verið frá keppni síðan þá.

„Hann fór til Hollands í meðferð vegna meiðslanna og kemur í næstu viku," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir 2-0 sigurinn á Víkingi Ó. í gærkvöldi.

„Við sjáum hann vonandi á vellinum í byrjun júlí," bætti Logi við.

Castillion er uppalinn hjá Ajax en hann skoraði sigurmark Víkings gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í sumar.

Í fjarveru hans hefur Ivica Jovanovic leikið frammi hjá Víkingi en í gær skipti hann um stöðu við Vladimir Tufegdzic hluta leiks gegn Ólasvíkingum. Jovanovic var þá á kantinum og Tufegdzic frammi.
Logi Ólafs: Kemur með sem aukadiskur þegar þú leigir spólu
Athugasemdir
banner
banner
banner