Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 27. júní 2017 18:53
Elvar Geir Magnússon
EM U21: England tapaði fyrir Þýskalandi í vítaspyrnukeppni
Jannik Pollersbeck, markvörður Þjóðverja, ver slaka vítaspyrnu Nathan Redmond og tryggir Þýskalandi í úrslitaleikinn.
Jannik Pollersbeck, markvörður Þjóðverja, ver slaka vítaspyrnu Nathan Redmond og tryggir Þýskalandi í úrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
England U21 2 - 2 Þýskaland U21 (3-4 í vítaspyrnukeppni)
0-1 David Selke ('35)
1-1 Demarai Gray ('42)
2-1 Tammy Abraham ('50)
2-2 Felix Platte ('70)

Það var boðið upp á mjög skemmtilegan fótboltaleik í Póllandi þegar England og Þýskaland áttust við í undanúrslitum Evrópumóts U21-landsliða. Leikurinn var sveiflukenndur og tíðindamikill.

England byrjaði betur en Þýskaland komst inn í leikinn og komst yfir þegar David Selke, leikmaður Hertha Berlín, skoraði með skalla.

Damarai Gray, leikmaður Leicester, jafnaði fyrir England fyrir hálfleik og Tammy Abraham, sóknarmaður Chelsea sem lék frábærlega fyrir Bristol City á lánssamningi í vetur, kom Englendingum yfir.

En Þjóðverjar náðu að jafna í 2-2 þegar Felix Platte, leikmaður Schalke, skoraði.

Færunum fækkaði í kjölfarið, skynsemin tók yfir, og eftir markalausa framlengingu var komið að því að fara í vítaspyrnykeppni.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu spyrnum sínum en markverðir beggja liða vörðu í 2. umferð. Öll vítin eftir það fóru inn þar til Nathan Redmond, leikmanni Southampton, brást bogalistin og slök spyrna hans var varin.

Þýskaland fagnaði sigri gegn Englandi í vítaspyrnukeppni. Kunnugleg setning.

Þýskaland leikur til úrslita á föstudaginn. Mótherjinn verður Spánn eða Ítalía sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum eftir nokkrar mínútur.
Athugasemdir
banner
banner
banner