þri 27. júní 2017 13:36
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry hafnaði tilboði frá Hvíta-Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji Horsens í Danmörku, hefur hafnað tilboði frá Dinamo Brest í Hvíta-Rússlandi.

Dinamo Brest er í 11. sæti af 16 liðum í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi eftir fjórtán umferðir í deildinni þar í landi.

„Horsens og Dinamo Brest voru komin langt í samningaviðræðum og Horsens ætalði ekki að standa í veginum," sagði Ólafur Garðarsson umboðsmaður Kjartans við Fótbolta.net í dag.

„Á endanum ákvað Kjartan að fara ekki því honum líður vel í Danmörku og vill hjálpa Horsens að halda sér áfram á meðal þeirra bestu."

Hinn þrítugi Kjartan kom til Horsens frá KR fyrir þremur árum síðan.

Í fyrra hjálpaði hann liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina og á nýliðnu tímabili skoraði hann tíu mörk og átti stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner