Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. júní 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool vill fá Oxlade-Chamberlain
Powerade
Alex Oxlade-Chamberlain gæti farið til Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain gæti farið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Morata endar líklega hjá Manchester United.
Morata endar líklega hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
West Ham vill fá Giroud.
West Ham vill fá Giroud.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin hafa skilað inn slúðurpakka dagsins.



Liverpool hefur spurst fyrir um Alex Oxlade-Chamberlain (23) kantmann Arsenal. Manchester City og Chelsea vilja líka fá Oxlade-Chamberlain en hann er metinn á 25 milljónir punda. (Mirror)

Liverpool verður ekki refsað fyrir ólöglegar viðræður við Virgil van Dijk (25) varnarmann Southampton. Rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar leiddi í ljós að ekki voru til sönnunargögn til að refsa Van Dijk. (Times)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að leyfa Gareth Bale að fara. (Marca)

Manchester United hefur nánast náð að ganga frá samningi við Alvaro Morata (24), framherja Real Madrid. Ekki hefur þó verið skrifað undir þar sem Real Madrid vill fyrst sjá hvaða verður um Cristiano Ronaldo. (Daily Express)

Manchester City vonast til að fá Dani Alves (34) frá Juventus í vikunni. Chelsea og Tottenham hafa líka sýnt bakverðinum áhuga. (Sun)

Chelsea hefur áhuga á Vitolo (27), kantmanni Sevilla en hann kostar 35 milljónir punda. (Mirror)

Óvíst er hvort Diego Costa fari aftur til Atletico Madrid því nú berast fréttir af því að spænska félagið vilji fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Dortmund. (Daily Star)

Chelsea seldi í gær framherjann Bertrand Traore (21) til Lyon. Félagið setti klásúlu um að geta keypt Traore til baka á ákveðna upphæð. Það gerði félagið til að lenda ekki í sömu stöðu og með Romelu Lukaku (24) í dag en Everton vill fá 100 milljónir punda frá Chelsea ef félagið ætlar að kaupa hann aftur. (Daily Mail)

Manchester United vonast til að kaupa Nemanja Matic (28) frá Chelsea í vikunni. (Telegraph)

Þýska félagið RB Leipzig vill fá 70 milljónir punda fyrir Naby Keita (22) en Liverpool hefur sýnt honum áhuga. (Guardian)

West Ham ætlar að gera Olivier Giroud (30) framherja Arsenal að dýrasta leikmanni í sögu félagsins með því að kaupa hann á 20 milljónir punda. (Telegraph)

West Ham vill fá Giroud og Theo Walcott (28) frá Arsenal á samanlagt 50 milljónir punda en Arsene Wenger ætlar ekki að standa í vegi fyrir þeim ef þeir vilja fara. (Daily star)

Lyon ætlar ekki að fá Giroud í sínar raðir eins og orðrómur hefur verið um. Forseti Lyon segir að Giroud verði áfram hjá Arsenal. (Evening Standard)

West Ham hefur líka áhuga á Luis Muriel (26) framherja Sampdoria. (Sun)

Tottenham hefur fengið þau skilaboð að félagið verði að borga 26 milljónir punda fyrir Adrien Silva (28) miðjumann Sporting Lisabon. (Star)

Riyad Mahrez (26), leikmaður Leicester, er að íhuga að gera fjögurra ára samning við Arsenal en hann er þreyttur á að bíða eftir því hvort Barcelona geri tilboð. (Sport)

Manchester United vill fá James Rodriguez (25) frá Real Madrid. James verður mögulega áfram hjá Real ef Cristiano Ronaldo fer. (Don Balon)

Tyrkneska félagið Trabzonspor er í viðræðum við Liverpool um kaup á Lucas Leiva (30). (Talksport)

Barcelona er í viðræðum við Paulinho (28) miðjumann Guangzhou Evergrande í Kína. (Sky Sports)

Paulinho er varaval Barcelona ef Marco Verratti (24) kemur ekki frá PSG. (Daily Mail)

Aleksandar Kolarov (31), varnarmaður Manchester City, vill fara aftur til Lazio í framtíðinni. (IL Messaggero)

Everton er ekki að reyna að fá Marcelo Brozovic (24) frá Inter eins og orðrómur hefur verið um. (Liverpool Echo)

Burnley er líklega að landa vinstri bakverðinum Charlie Taylor (23) frá Leeds. (Lancashire Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner