banner
   þri 27. júní 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mkhitaryan: Við viljum verða Englandsmeistarar
Mkhitaryan fagnar hér marki með United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Mkhitaryan fagnar hér marki með United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United, segir að félagið ætli sér að berjast um enska meistaratitilinn á næstu leiktíð.

Á nýliðnu vann United þrjá titla, en félagið var ekki með í titilbaráttunni um enska meistaratitilinn. Að lokum endaði liðið í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Man Utd spilar þrátt fyrir það í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, eftir að hafa unnið Evrópudeildina, og Mkhitaryan telur að liðið geti barist í Meistaradeildinni og í ensku úrvalsdeildinni.

„Manchester United á heima í Meistaradeildinni og við erum allir ánægðir með að vera komnir í þessa frábæru keppni aftur," sagði Armeninn við heimasíðu Manchester United.

„Á nýja tímabilinu viljum við klárlega berjast um enska deildartitilinn," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner