Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 27. júní 2017 20:03
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Fyrstu töpuðu stigin hjá Þór/KA
Sandra Stephany Mayor skoraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til
Sandra Stephany Mayor skoraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cloé Lacasse gerði tvö fyrir ÍBV í kvöld
Cloé Lacasse gerði tvö fyrir ÍBV í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveimur leikjum af þeim fjórum sem eru á dagskrá í Pepsi deild kvenna í kvöld er lokið.

Á Hlíðarenda tóku Valskonur á móti toppliði Þór/KA sem höfðu unnið alla leiki sína í deildinni. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með 1-1 jafntefli og eru það því Valskonur sem eru fyrstar til þess að hirða stig af norðanstúlkum í sumar.

Gestirnir frá Akureyri komust hins vegar yfir í leiknum en þar var að verki Borgarstjórinn eða Sandra Stephany Mayor. Eftir langa sendingu frá Önnu Rakeli Pétursdóttur, klafsaði Sandra boltann af varnarmanni Vals og átti stórfurðulegt skot sem fór yfir Söndru Sigurðardóttir í markinu og í fjærstöngina og inn.

Valskonur voru betri aðilinn í leiknum í dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að jafna leikinn fyrr en í seinni hálfleik en þar var að verka Vesna Elísa Smiljkovic.

Jafntefli staðreynd og fyrstu töpuðu stigin hjá Þór/KA í sumar staðreynd.

Í hinum leiknum sem hófst klukkan 18, mættust KR og ÍBV í Vesturbænum. Þar var það Cloé Lacasse sem gerði bæði mörk leiksins fyrir Eyjakonur. Það fyrra kom eftir 25 mínútur og það seinna þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og 0-2 sigur ÍBV því staðreynd.

KR 0 - 2 ÍBV
0-1 Cloé Lacasse ('25 )
0-2 Cloé Lacasse ('88 )

Valur 1 - 1 Þór/KA
0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('21 )
1-1 Vesna Elísa Smiljkovic ('65 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner