þri 27. júní 2017 21:19
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Stórsigrar hjá Stjörnunni og Breiðablik
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði slíkt hið sama fyrir Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerði slíkt hið sama fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öllum fjórum leikjunum sem spilaðir voru í Pepsi deild kvenna í kvöld er nú lokið.

Á Samsung vellinum í Garðabæ voru það botnlið Hauka sem kom í heimsókn. Sá leikur var algjörlega leikur kattarins að músinni en leikar enduðu 5-0 fyrir Stjörnustelpur.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, það fyrra eftir sex mínútna leik og svo annað 25 mínútum seinna. Það var síðan Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði þriðja mark Stjörnunnar og var staðan 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu svo Stjörnustelpur við tveimur mörkum. Katrín Ásbjörnsdóttir kom sér á blað þegar átján mínútur voru búnar af seinni hálfleik og Guðmunda Brynja skoraði svo sitt annað mark í leiknum í uppbótartíma.

Í Hafnarfirði voru það Bikarmeistararnir í Breiðablik sem heimsóttu FH stelpur í Kaplakrika. Þar voru það FH-ingar sem fengu vítaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur en Sonný Lára í marki Breiðabliks varði spyrnuna frá Rannveigu Bjarnadóttur. Korteri seinna var það síðan landsliðskonan, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem skoraði fyrsta mark leiksins og staðan var 0-1 í hálfleik.

Blikar gerðu svo út um leikinn á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Berglind Björg bætti við sínu öðru marki á 71. mínútu, Fanndís Friðriksdóttir skoraði svo þremur mínútum seinna, Rakel Hönnudóttir skoraði svo fjórða markið áður en Guðrún Arnardóttir negldi síðasta naglann í kistu FH-inga. 5-0 sigur hjá Breiðablik.

Eftir leikina kvöld hélst stöðutaflan óbreytt en síðasti leikur umferðarinnar fer fram á morgun þegar Grindavík og Fylkir mætast.

Úrslit kvöldsins:

KR 0 - 2 ÍBV
0-1 Cloé Lacasse ('25 )
0-2 Cloé Lacasse ('88 )

Valur 1 - 1 Þór/KA
0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('21 )
1-1 Vesna Elísa Smiljkovic ('65 )

Stjarnan 5 - 0 Haukar
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('6 )
2-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('31 )
3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('44 )
4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir ('63 )
5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('90 )

FH 0 - 5 Breiðablik
0-0 Rannveig Bjarnadóttir ('3 , misnotað víti)
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('18 )
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('71 )
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('74 )
0-4 Rakel Hönnudóttir ('83 )
0-5 Guðrún Arnardóttir ('90 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner