Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júní 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Ranieri: Nú vil ég gleyma Leicester
Claudio Ranieri, stjóri Nantes.
Claudio Ranieri, stjóri Nantes.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, segist vilja „gleyma" Leicester City eftir að hann var ráðinn þjálfari Nantes í Frakklandi.

Ranieri var rekinn í febrúar eftir að hafa náð því ótrúlega afreki í fyrra að gera liðið að Englandsmeisturum.

„Þetta var stórkostlegt upplifun. Ástin sem ég fékk frá fólkinu í Leicester þegar ég fór var jafnvel enn magnaðri en þegar við unnum titilinn," segir Ranieri.

„En nú vil ég gleyma Leicester. Þetta var eitthvað einstakt. En ég er kominn til félags sem hefur unnið átta titlaí Frakklandi, sögufrægt félag með fallegar aðstæður. Þetta er mikill heiður. Ég er ánægður með að vera hérna."

Nantes endaði í sjöunda sæti í frönsku deildinni á síðasta tímabili eftir að hafa unnið þrjá af fimm síðustu leikjunum undir stjórn Sergio Conceicao sem tók síðan við Porto.

„Undir stjórn Coceicao spilaði liðið mjög skipulagðan fótbolta með baneitraðar skyndisóknir. Mín hugmyndafræði er ekki ósvipuð. Hann spilaði á Ítalíu, ég er ítalskur. Ég er ekki kominn til að stökkbreyta neinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner