Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júní 2017 19:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
United mun reyna við Fabinho þó samið verði við Matic
Fabinho er ennþá á óskalista Mourinho þó hann fái Nemanja Matic
Fabinho er ennþá á óskalista Mourinho þó hann fái Nemanja Matic
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að allt bendi til þess að Nemanja Matic sé á leið til Manchester United þá mun Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United, líka að reyna að fá brasilíska miðjumanninn, Fabinho, frá Monaco.

Fabinho hefur verið orðaður við Manchester liðið síðast liðinn mánuð og telur Mourinho hann ekki bara geta styrkt liðið á miðsvæðinu heldur líka í hægri bakvarðarstöðunni. Brassinn spilaði einmiit hægri bakvörð hjá Monaco liðinu í íhlaupum á nýliðnu tímabili en hann spilaði bróðurpart leiktíðarinnar þar á undan í bakverðinum.

Honum er því ætlað að auka breidd liðsins, bæði á miðjunni og í bakverðinum.

Nemanja Matic virðist vera á leiðinni til United frá Chelsea á 35 milljónir punda en talið er einungis sé verið að bíða eftir því að Tiemoue Bakayoko skrifi undir hjá Chelsea svo að Matic geti skrifað undir í Manchester.

Með Bakayoko farinn er þó líklegt að Monaco liðið reyni að ríghalda í Fabinho en flestir leikmenn Monaco hafa verið orðaðir við önnur lið í sumar. Valeri Germain, Nabil Dirar og Bernardo Silva eru einu leikmennirnir sem hafa farið enn sem komið er en ekki er ólíklegt að fleiri muni yfirgefa franska félagið áður en félagaskiptaglugginn lokar í lok ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner