Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. júní 2017 19:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
West Brom færist nær Jay Rodriguez
Jay Rodriguez er líklega að ganga til liðs við Tony Pulis og félaga
Jay Rodriguez er líklega að ganga til liðs við Tony Pulis og félaga
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion vonast til þess að krækja í framherjann, Jay Rodriguez, frá Southampton í næstu viku.

Liðin hafa átt í viðræðum um kaupverðið á kappanum og þrátt fyrir að Southampton réði nýjan stjóra nú um helgina þá hefur það ekki haft nein áhrif á viðræðurnar. West Brom menn vona að þeir geti klárað viðræðurnar strax í byrjun næstu viku.

Rodriguez er sagður vilja komast burt frá Southampton í sumar og er tilbúinn að ganga til liðs við Tony Pulis og félaga en Pulis er sagður hafa reynt að fá hann í síðustu tveimur félagaskiptagluggum.

Hjá West Brom eru menn bjartsýnir á að samkomulag náist en talað er um að Rodriguez muni kosta í kringum 12 milljónir punda.

Rodriguez snýr aftur úr sumarfríi í lok þessarar viku og því munu skiptin aldrei klárast fyrr en í næstu viku ef af þeim verður. Jay Rodriguez skoraði 6 mörk í 34 leikjum í öllum keppnum fyrir Dýrlingana á þessu tímabili en þetta var heila tímabilið sem hann nær eftir mikil meiðsli fyrr á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner