Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 27. júlí 2014 21:05
Magnús Már Einarsson
Dejan Lovren til Liverpool (Staðfest)
Dejan Lovren skrifar undir.
Dejan Lovren skrifar undir.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur keypt varnarmanninn Dejan Lovren frá Southampton á 20 milljónir punda.

Hinn 25 ára gamli Lovren skrifaði undir hjá Liverpool í dag eftir að hafa staðist læknisskoðun hjá félaginu.

,,Þetta er draumur að rætast. Ég er ánægður og glaður að vera hér," sagði Lovren.

,,Ég veit að við eigum milljónir stuðningsmanna. Liverpool er meira en félag. Eftir að ég spilaði á Anfield á síðasta tímabili sagði ég við sjálfan mig: 'Einn daginn vonast ég til að spila hér með Liverpool.' Stuðningsmenn munu fá strax að sjá að ég er leikmaður sem gef 100% inni á vellinum."

Lovren er fimmti leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar á eftir Adam Lallana, Emre Can, Rickie Lambert og Lazar Markovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner