Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 27. júlí 2014 12:35
Elvar Geir Magnússon
Fredy Guarin til Man Utd?
Powerade
Fredy Guarin til Manchester United?
Fredy Guarin til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Douglas Costa færist nær Arsenal.
Douglas Costa færist nær Arsenal.
Mynd: Getty Images
Falcao til Real Madrid?
Falcao til Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Heilir og sælir lesendur góðir. Það er komið að slúðrinu góða en BBC tók þennan magnaða pakka saman.

West Ham hefur gert kamerúnska sóknarmanninum Samuel Eto'o (33 ára) tilboð en hann var leystur undan samningi við Chelsea eftir síðasta tímabil. (Sun on Sunday)

Inter íhugar að bjóða kólumbíska miðjumanninn Fredy Guarin (28) til Manchester United í skiptum fyrir Javier Hernandez. (Daily Star Sunday)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku sem var á láni hjá Everton frá Chelsea á síðasta tímabili vill ganga alfarið í raðir Everton. (TalkSport)

Real Madrid íhugar að gera tilboð í Lukaku. (Sunday Express)

Douglas Costa (23), leikmaður Shaktar Donetsk, hefur farið fram á sölu frá úkraínska félaginu vegna ástandsins í landinu. Costa nálgast Arsenal fyrir 19,7 milljónir punda. (Caught Offside)

Sunderland íhugar að fá Fabio Borini lánaðan á komandi tímabili. (Sunday Express)

Atletico Madrid hefur náð samkomulagi um kaupverðið á Antoine Griezmann (23) framherja Real Sociedad. (AS)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur ekki útilokað kaup á Kevin Strootman frá Roma þó hollenski leikmaðurinn hafi verið fjarri góðu gamni vegna alvarlegra hnémeiðsla síðan í mars. (SkySport)

Real Madrid undirbýr 10 milljóna punda lánstilboð í kólumbíska sóknarmanninn Radamel Falcao hjá Monaco með klásúlu um 26 milljón punda kaup 2015. (AS)

Möguleg kaup Stoke City á Oussama Assaidi frá Liverpool gætu orðið að engu vegna þess að launakröfur leikmannsins eru of háar. (Daily Express)

Divock Origi (19) sóknarmaður Lille verður leikmaður Liverpool á næstu dögum en hann velur Liverpool frekar en Tottenham eða Atletico Madrid. (Sunday Mirror)

Harry Redknapp, stjóri QPR, hefur sagt stjórnarformanninum Tony Fernandes að kaupa fyrir sig nýja sóknarmenn. Troy Deeney hjá Watford er á óskalistanum. (Mail on Sunday)

Andy Robertson, vinstri bakvörður Dundee í Skotlandi, er á leið til Hull City og félagið vill einnig fá Carl Jenkinson lánaðan frá Arsenal. (Staðarblaðið í Hull)

Steve Bruce fær samkeppni frá West Ham, Swansea og Sunderland um Jenkinson. (Metro)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, er ósáttur við ummæli Jose Mourinho sem segir að Luke Shaw sé á launum sem hefðu gert út af við Chelsea. (Mail on Sunday)

Van Gaal hefur komið fyrir myndbandsupptökuvélum fyrir ofan æfingasvæði United svo hann geti skoðað æfingarnar í smáatriðum. (Sunday Times)

Markvörðurinn Joe Hart gæti orðið næsti fyrirliði Englands en áhrif hans í klefanum á HM í Brasilíu heilluðu Roy Hodgson. (Sunday Mirror)

Manchester City er tilbúið að bjóða Hart, James Milnes, Edin Dzeko og Sergio Aguero nýja samninga. (Mail on Sunday)

Viðskiptamaðurinn Hafiz Mammadov frá Aserbaidsjan mun ganga frá kaupum á Sheffield Wednesday bráðlega en tafir hafa orðið á yfirtöku hans. (Sheffield Star)

Lazio ætlar að hækka kauptilboð sitt í hollenska varnarmanninn Stefan De Vrij hjá Feyenoord sem hefur verið orðaður við Manchester United. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner