sun 27. júlí 2014 17:55
Daníel Freyr Jónsson
Gylfi Þór fór á kostum - Skoraði tvö og lagði upp á 25 mínútum
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Heimasíða Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson lék í dag sinn fyrsta leik með Swansea eftir að hafa gengið í raðir félagsins á nýjan leik frá Tottenham.

Swansea lék þá æfingaleik gegn Plymouth og hafði þar sigur, 4-0, þar sem Gylfi skoraði tvö mörk.

Gylfi hóf leik á bekknum og var honum skipt inn á 66. mínútu í stöðunni 1-0. Einungis þremur mínútum síðar hafði hann lagt up mark Jordi Amat með hornspyrnu.

Miðjumaðurinn komst sjálfur á blað skömmu síðar þegar hann skoraði eftir sendingu frá Alex Bray. Hafði hann því skorað og lagt upp mark einungis fimm mínútum eftir hann hafði komið inn á.

Gylfi skoraði síðan sitt annað mark undir lok leiksins með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

Jefferson Montero lék í dag sinn fyrsta leik í búningi Swansea, líkt og Gylfi, en báðir voru þeir keyptir til liðsins í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner