Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. júlí 2014 19:18
Magnús Már Einarsson
Ingvar klár gegn Lech Poznan - Óvíst með Veigar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ingar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, verður klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Ingvar spilaði ekki með Stjörnunni gegn ÍBV í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Motherwell síðastliðinn fimmtudag en Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Garðbæinga býst við að hann verði klár fyrir leikinn á fimmtudag.

,,Hann verður klár á fimmtudaginn. Það var fínt að geta hvílt hann í dag til að hann geti jafnað sig betur af þessum meiðslum sínum," sagði Rúnar eftir leik.

Hinn 19 ára gamli Sveinn Sigurður Jóhannesson stóð í markinu í dag og skilaði góðri frammistöðu í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Veigar Páll Gunnarsson fór af velli í fyrri hálfleik gegn Motherwell síðastliðinn fimmtudag vegna meiðsla aftan í læri. Veigar var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld og óvíst er hvort hann nái fyrri leiknum gegn Lech Poznan.

,,Veigar er spurningamerki. Við sjáum hvernig fer með hann í vikunni og hvort við náum að tjasla honum saman," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner