Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. júlí 2014 18:47
Daníel Freyr Jónsson
Noregur: Gummi Tóta með síðbúið sigurmark
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Sarpsborg.
Guðmundur Þórarinsson skoraði sigurmark Sarpsborg.
Mynd: Heimasíða Sarpsborg
Íslendingar voru á ferðinni í Noregi í dag þegar 17. umferð úrvalsdeildarinnar hélt áfram. Sarpsborg vann meðal annars góðan 4-3 útisigur á Bodo/Glimt.

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Sarpsborg og gerði hann sigurmark liðsins á 84. mínútu. Áður höfði liðin skipst á að skora, en staðan var 3-2 fyrir Bodo/Glimt þegar innan við 10 mínútur voru eftir.

Sarpsborg situr í 8. sæti með 24 þegar 17 umferðum er lokið.

Þá lék Hjörtur Logi Valgarðsson allan leikinn með Sogndal þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Odd Grenland, 3-1.

Start steinlá síðan á útivelli gegn Haugesund og urðu lokatölur 5-1. Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir í byrjunarliði Start.
Athugasemdir
banner
banner
banner