sun 27. júlí 2014 21:53
Daníel Freyr Jónsson
Pepsi-deildin: Blikar náðu í stig á KR-velli - Stefán Logi sá rautt
Stefán Logi var rekinn af velli.
Stefán Logi var rekinn af velli.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
KR 1 - 1 Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson ('8)
1-1 Kjartan Henry Finnbogason ('52)

Rautt spjald: Stefán Logi Magnússon, KR ('67)

Íslandsmeistarar KR gerðu 1-1 jafntefli við Breiðablik í lokaleik 13. umferðar í kvöld.

Árni Vihjálmsson náði forystunni fyrir Breiðablik strax á 8. mínútu. Blikar leiddu allt þar til á 52. mínútu þegar Kjartan Henry Finnbogason skoraði eftir eftir stoðsendingu Hauks Heiðars Haukssonar.

Umdeilt atvik átti sér síðan stað á 67. mínútu þegar markverði KR, Stefáni Loga Magnússyni, var vikið af velli með beint rautt spjald. Garðar Örn Hinriksson dómari veifaði rauða spjaldinu eftir að Stefán tók Elfar Árna Aðalsteinsson niður eftir mikið kapphlaup. Stefán Logi virtist ná til boltans fyrst.

KR situr í 4. sæti eftir jafnteflið með 23 stig á meðan Blikar hafa 13 stig í 9. sæti.
Athugasemdir
banner
banner