Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 27. júlí 2014 22:32
Jóhann Óli Eiðsson
Rúnar Kristins: Var ekkert meira en brot
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
„Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik en komum sterkir til baka í þeim síðari,“ sagði Rúnar Kristinsson eftir 1-1 jafntefli Breiðabliks og KR í Frostaskjóli nú í kvöld.

„Við pressuðum þá stíf eftir hlé en að mínu mati var margt sem við hefðum getað gert betur. Við hefðum getað stolið sigrinum en það tókst ekki. Blikarnir vörðust vel allan leikinn.“

„Það er voða auðvelt að segja að þeir hafi kortlagt okkur vel úr því að þeir náðu jafntefli. Þeir komu hingað til að sækja stig og fögnuðu því vel. Hefðum við unnið þá hefði okkur eflaust verið hampað fyrir að hafa kortlagt þá vel. Þeir voru fínir í fyrri en við spiluðum þá sundur og saman í þeim síðari meðan jafnmargir voru inn á vellinum og jafnvel eftir það líka.“


Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, var vikið af leikvelli um miðbik síðari hálfleiksins eftir að hann tók Elfar Árna Aðalsteinsson niður á miðjum vallarhelmingi KR. Dómurinn þótti afar umdeildur af hálfu margra.

„Þetta var aldrei rautt spjald. Stefán ætlaði að sparka boltanum í burtu og var ekki einu sinni aftasti maður. Aron Bjarki var við hliðina á honum og þeir voru að rífast um hver ætti að taka hann. Hann hitti ekki boltann og þeir skullu saman. Ef þetta er brot þá er það bara brot en ekkert meira en það.“

„Þið getið afskrifað okkur en við gerum það ekki. Við gerum okkar besta í að halda áfram. Það er fullt af leikjum og stigum eftir. Vissulega er þetta erfið brekka en við gefumst ekki upp. Það er ekki möguleiki.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner