banner
   mán 27. júlí 2015 16:10
Magnús Már Einarsson
Ágúst Örn í Hött (Staðfest) - Stoppaði í 5 daga í Fram
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Höttur hefur fengið framherjann Ágúst Örn Arnarson á láni frá Fram.

Einungis fimm dagar er síðan að Ágúst kom til Fram frá Augnabliki eftir að hafa raðað inn mörkum í 4. deildinni í sumar.

Framarar hafa fengið sex nýja menn í sínar raðir í júlí og þar á meðal komu leikmenn eftir að Ágúst skrifaði undir hjá félaginu í síðustu viku.

„Ég skrifaði undir án þess að vita að tveir aðrir framherjar væru pottþétt að koma," sagði Ágúst við Fótbolta.net í dag um skipti sín í Fram.

„Ég var með Hött klárt áður en Fram vildi semja við mig. Svo koma þessir tveir leikmenn og ég ákvað því að fara frekar í Hött því að ég taldi það best fyrir alla aðila."

Águst mun reyna að hjálpa Hetti í sóknarleiknum en liðið hefur einungis skorað 12 mörk í 13 leikjum í 2. deildinni í sumar.

Ágúst er uppalinn Bliki en hann hefur áður spilað á Austurlandi þegar hann lék með Fjarðabyggð árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner