Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 27. júlí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Benzema eða Llorente til Arsenal?
Powerade
Karim Benzema.
Karim Benzema.
Mynd: Getty Images
Ronaldo fer ekki neitt.
Ronaldo fer ekki neitt.
Mynd: EPA
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið frá Englandi í dag.



Chelsea ætlar að bjóða 26 milljónir punda í John Stones varnarmann Everton. (Daily Mirror)

Real Madrid hefur hafnað 84 milljóna punda tilboði frá PSG í Cristiano Ronaldo. (AS)

Louis van Gaal vill styrkja sóknarleik Manchester United en hann telur óraunhæft að krækja í Ronaldo. (Manchester Evening News)

Fabricio Coloccini gæti verið á förum frá Newcastle en hann hefur ekkert spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu. (Newcastle Chronicle)

Arsenal er í bílstjórasætinu í baráttunni um Fernando Llorente framherja Juventus. (Talksport)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er tilbúinn að hækka tilboð sitt í Karim Benzema framherja Real Madrid eftir að spænska félagið hafnaði tilboði upp á 31 milljón punda. (Daily Telegraph)

Juventus vill fá Juan Cuadrado á láni frá Chelsea. Chelsea vill hins vegar einungis selja hann og þá á 18 milljónir punda sem er 5 milljónum punda minna en félagið keypti hann á fyrir hálfu ári. (Sun)

Didier Drogba, fyrrum framherji Chelsea, er á leið til Montreal Impact í Bandaríkjunum. (ESPN FC)

Adrian Ramos, framherji Borussia Dortmund, ætlar að hafna Crystal Palace og WBA til að vera áfram í Þýskalandi. (Daily Mirror)

Liverpool er að berjast við Arsenal og Bayern um Kingsley Coman, 19 ára kantmann Juventus. (Talksport)

Roberto Martinez, stjóri Everton, er tilbúinn að greiða tíu milljónir punda fyrir Virgil van Dijk, varnarmann Celtic. (Daily Mail)

Crystal Palace, Leicester, Southampton, Newcastle, West Brom og Aston Villa vilja fá James Chester varnarmann Hull. (Sun)

Borussia Dortmund vill fá Roberto Soldado frá Tottenham. (AS)

Steven Fletcher gæti verið á leið til Swansea á fjórar milljónir punda en hann á einungis eitt ár eftir af samningi sínum við Sunderland. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner