Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. júlí 2015 18:59
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Byrjunarlið KR og Blika: Almarr, Óskar og Hólmbert á bekknum
Jonathan Glenn spilaði 45 mínútur fyrir ÍBV í gær og er kominn á bekkinn hjá Blikum í dag
Þorsteinn Már Ragnarsson er í byrjunarliði KR.
Þorsteinn Már Ragnarsson er í byrjunarliði KR.
Mynd: Fótbolti.net
Stórleikur 13. umferðar Pepsi deildar karla hefst núna kl 20:00 en þá mætast KR og Breiðablik í Frostaskjóli. Blikar geta komist upp í annað sæti með sigri og verða þeir þá aðeins stigi á eftir KR-ingum. KR liðið getur aftur á móti náð fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri.

Byrjunarliðin voru að detta inn og það er ýmislegt sem kemur á óvart. Óskar Örn Hauksson, Almarr Ormarson og Hólmbert Aron Friðjónsson eru allir á varamannabekk KR-inga.

Gary Matin og Þorsteinn Már Ragnarsson byrja fremst á vellinum hjá KR, ásamt Jakob Schoop. Landi hans Sören Fredriksen er einnig í byrjunarliðinu. Þriðji Daninn, Rasmus Christiansen verður ekki með vegna leikbanns.

Áhugavert er hjá Blikum að Höskuldur Gunnlaugsson fer á bekkinn en hann er búinn að vera með betri mönnum liðsins í sumar en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Jonathan Glenn er einnig kominn á bekkinn hjá Blikum en hann er nýbúinn að skipta yfir frá ÍBV en hann spilaði síðari hálfleik liðsins í gær gegn Stjörnunni. Damir Muminovic verður ekki með Blikum vegna leikbanns.

Byrjunarlið KR:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
5. Skúli Jón Friðgeirsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary John Martin
8. Jónas Guðni Sævarsson
9. Þorsteinn Már Ragnarsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Gunnleifur Vignir Gunnleifsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason
10. Guðjón Pétur Lýðsson
20. Atli Sigurjónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
23. Kristinn Jónsson
29. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
30. Andri Rafn Yeoman

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner